- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óttast að Mariam hafi slitið krossband í gær

Mariam Eradze verður lengi frá keppni ef krossbandið hefur slitnað. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna urðu fyrir áfalli í gærkvöldi þegar Mariam Eradze meiddist á hné eftir nærri tíu mínútna leik í síðari hálfleik í viðureign liðsins við Stjörnuna á Ragnarsmótinu á Selfossi. Óttast er að krossband í hné kunni að vera slitið en það mun ekki skýrast fyrr en að lokinni myndatöku sem stendur fyrir dyrum um leið og tök verða á.

Í stóru hlutverki

Mariam hefur leikið stórt hlutverk í liði Vals, jafnt í sókn sem vörn þar sem hún hefur verið annar af tveimur svokölluðum þristum, það er miðjumaður í vörninni.

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals sagði við handbolta.is í gærkvöld að Mariam fari í myndatöku og skoðun hjá lækni um leið og tök verði á. Allir búi sig undir það versta en voni það besta.

Thea Imani Sturludóttir er einn leikmanna Vals sem er á meiðslalista. Mynd/[email protected]

Langur meiðslalisti

Talsvert um meidda leikmenn í herbúðum Vals um þessar mundir. Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir er tábrotin, Morgan Marie Þorkelsdóttir er meidd á öxl og Thea Imani Sturludóttir hefur ekki jafnað sig af þrálátum meiðslum í ökkla sem gerðu henni lífið leitt í vor. Lovísa Thompson, sem gekk til liðs við Val í sumar, er einnig frá keppni. Til viðbótar fékk Þórey Anna Ásgeirsdóttir högg á fingur í viðureign Vals og Selfoss á Ragnarsmótinu á mánudaginn.

Í fjarveru Hafdísar markvarðar hefur Arna Sif Jónsdóttir, 14 ára gömul, staðið vaktina í marki Vals með Söru Sif Helgadóttur í leikjum Ragnarsmótsins.

Til Spánar eftir helgi

Á þriðjudaginn fer Valur í æfinga- og keppnisferð til Alicante á Spáni þar sem m.a. stendur til að leika gegn tveimur sterkum félagsliðum, þar á m.a. BM Elche sem sló Val úr leik í Evrópubikarkeppninni á síðasta ári og KA/Þór haustið 2021. BM Elche komst í undanúrslit keppninnar í vor.

Sjá einnig:
Afturelding og Valur fóru vel af stað á Selfossi
Stórsigur Vals á Stjörnunni – Heimaliðið sterkara

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -