- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hitað upp fyrir HM með leikjum við heimsmeistara Noregs, Angóla og Pólland

Kvennalandsliðið leikur við landsliðs Lúxemborgar í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska lansliðið í handknattleik kvenna tekur þátt í fjögurra liða móti í Noregi nokkrum dögum áður en flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu 29. nóvember. Meðal andstæðinga íslenska landsliðsins á mótinu verða sjálfir heims- og Evrópumeistarar Noregs undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar.

Virkilega gott tækifæri

„Það var gengið frá því í byrjun vikunnar að við tökum þátt í mótinu í stað þess að leika tvo leiki við B-landslið Noregs eins og til stóð. Þetta er bara virkilega gott tækifæri fyrir okkur að taka þátt í þessu móti rétt fyrir HM,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans.

Leikið í Óympíuhöllinni

Mótið fer fram 23. , 25., og 26. nóvember í Boligpartner Arena í Hamar og í Håkons Hall í Lillehammer sem reist var fyrir Vetrarólympíuleikana 1994. Íslenska landsliðið leikur við Noreg í Håkons Hall 25. nóvember.

Auk landsliða Íslands og Noregs taka Pólverjar og Afríkumeistarar Angóla þátt í mótinu. Angóla og Ísland verða saman í riðli á HM auk Ólympíumeistara Frakka og Slóvena. Leikir Íslands í D-riðli heimsmeistaramótsins fara fram í Stavangri.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á eftir að velta mörgu fyrir sér á næstu vikum og mánuðum áður en flautað verður til leiks á HM 30. nóvember. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Tveir leikir við Angóla

Arnar segir það ekki standa í sér að mæta Afríkumeisturunum á æfingamóti nokkrum dögum áður en þeim verður mætt í riðlakeppni HM.

„Við mætum Angóla í þriðju og síðustu umferð í riðlakeppninni. Þar af leiðandi verða liðin búin að sjá hvort annað áður en að leiknum kemur á HM. Ef við hefðum átt Angóla í fyrsta leik á HM hefði gegnt öðru máli,“ sagði Arnar sem er langt kominn með skipulag æfinga landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið sem hefst 29. nóvember en fyrsti leikur Íslands verður daginn eftir. HM fer fram í Danmörku og Svíþjóð auk Noregs.

Tveir leikir í október

„Við eigum tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins 11. og 15. október, gegn Lúxemborg á heimavelli og við Færeyjar í Þórshöfn. Fyrsta æfing fyrir þá leiki verður 6. október.“

Koma saman 17. nóvember

Arnar sagði ennfremur að formlegur lokaundirbúningur fyrir heimsmeistaramótið hefjist föstudaginn 17. nóvember með leikmönnum sem leika með íslenskum félagsliðum. Þær sem leika utanlands bætast í hópinn mánudaginn 20. nóvember.

„Við förum til Noregs 22. nóvember, tökum þátt í mótinu og förum síðan til Stavangurs. Framundan eru skemmtilegir tímar hjá kvennalandsliðinu,“ sagði Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik.

Sjá einnig:

Leikir Íslands í D-riðli HM.
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -