- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Heil umferð og toppslagur í Grill 66-deildinni

Aftureldingarliðið, undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar, vann Gróttu í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Ellefta umferð í Grill 66-deild kvenna í handknattleik fer fram í kvöld með fjórum leikjum. Að vanda situr eitt lið yfir í hverrri umferð vegna þess að níu lið eiga sæti í deildinni á keppnistímabilinu. Aðalleikur umferðarinnar er viðureign Aftureldingar og Gróttu. Afturelding og Grótta standa um þessar mundir besta að vígi af þeim liðum deildarinnar sem geta flust upp í Olísdeildina á næstu leiktíð.

Grótta og Afturelding er jöfn að stigum, með 12 stig hvort. Afturelding hefur leikið einum leik færra.

Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í streymi á vegum félaganna sem eiga heimaleik og er rétt að hvetja stuðningsmenn til þess að nýta sér þann kost þótt heimilt sé að selja áhorfendum aðgang að leikjum frá og með deginum í dag. Hinsvegar er málið ekki alveg svo einfalt þar sem útfærsla á reglugerð ráðherra liggur ekki fyrir ennþá, alltént ekki þegar þetta er birt snemma dag.

Grill 66-deild kvenna:
Kórinn: HK U – Fjölnir-Fylkir, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Hleðsluhöllin: Selfoss – Fram U kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.
Varmá: Afturelding – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á Aftureldingtv.
Austurberg: ÍR – Víkingur, kl. 20.15 – sýndur á ÍRtv.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -