- Auglýsing -
- Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðsson, vann franska meistaraliðið PSG, 39:37, í æfingaleik í Schwalbe-Arena í Gummersbach í gær. Elliði Snær Viðarsson skoraði sex af mörkum Gummersbach-liðsins. Hákon Daði Styrmisson var ekki á meðal markaskorara. Keppni hefst í þýsku 1. deildinni á fimmtudaginn.
- Sveinn Jóhannsson skoraði tvisvar sinnum fyrir GWD Minden þegar liðið tapaði fyrir Bergischer HC í æfingamóti í gær, 38:36. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki mark fyrir Minden. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer HC.
- Á föstudaginn tapaði GWD Minden fyrir Lemgo, 41:28, æfingamótinu, Spielo-Cup. Bjarni Ófeigur skoraði þá fjórum sinnum en Sveinn aldrei.
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir HF Karlskrona í fjögurra marka sigri liðsins á IFK Karlskrona í 1. umferð riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik á föstudagskvöld, 28:24. Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir HF Karlskrona og Þorgils Jón Svölu Baldursson eitt mark. Engar upplýsingar var að finna um hvernig Phil Döhler vegnaði í marki HF Karlskrona en hann gekk til liðs við félagið í sumar eins og Íslendingarnir þrír.
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar Kolstad vann öruggan sigur á Kristianstad í æfingaleik í fyrradag.
- Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark og Arnar Freyr Arnarson eitt þegar lið þeirra MT Melsungen gerði jafntefli við Füchse Berlín í æfingaleik á föstudaginn, 24:24. Melsungen var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:9.
- Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu norska liðið Elverum, 31:20, í æfingaleik í gær.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans unnu ungverska liðið Tatabánya, 34:29, í æfingaleik í gær. Enga tölfræði var að finna, ekki frekar en úr viðureign Nantes og Elverum.
- Auglýsing -