Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum í gærkvöldi þegar lið þeirra SC Magdeburg vann Tusem Essen, 34:28, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Með sigrinum færðist Magdeburg upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú aðeins stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen sem situr í öðru sæti.
Ómar Ingi skoraði 11 mörk í leiknum í gær, þar af sex úr vítaköstum. Auk þess sem hann átti eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum til viðbótar við tvær stoðsendingar.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í tveimur tilraunum og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar þjálfara tapaði fyrir Hannover-Burgdorf, 31:23, í Hannover. Færeyingurinn sem kaus að leika fremur fyrir danska landsliðið en það færeyska, Jóhan á Plógv Hansen, fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk í 11 tilraunum fyrir Hannover-Burgdorf-liðið.
Úrslit leikja í þýsku 1. deildinni í gærkvöld:
SC Magdeburg – Essen 34:28
Hannover-Burgdorf – Melsungen 31:23
Coburg – GWD Minden 24:28
Wetzlar – Erlangen 28:28
Staðan:
Flensburg 30(17), R-N Löwen 25(17), SC Magdeburg 24(17), Kiel 23 (13), Füchse Berlin 23(17), Göppingen 21(17), Bergsicher 20(18), Wetzlar 20(18), Leipzig 19(17), Hannover-Burgdorf 18(19), Melsungen 17(14), Stuttgart 17(19), Lemgo 16(17), Erlangen 16(18), Minden 13(167), Balingen 11(18), Nordhorn 9(17), Ludwigshafen 8(18), Essen 7(17), Coburg 7(19).