- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kórdrengir draga sig úr keppni – Framarar hlaupa í skarðið

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kórdrengir hafa dregið lið sitt úr keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Flautað verður til leiks í Grill 66-deildinni eftir rúmlega þrjár vikur. Til stóð að Kórdrengir mættu KA U í fyrstu umferð. Handbolti.is hefur fengið staðfest að ungmennalið Fram taki sæti Kórdrengja í Grill 66-deildinni í staðinn.

Voru ekki með en verða með

Fram hefur sent ungmennalið til leiks undanfarin ár sem ýmist hefur átt sæti í Grill 66-deildinni eða í 2. deild. Fram skráði ekki ungmennalið til leiks í vor en til þess að koma í veg fyrir fækkun liða í deildinni tók Fram þá ákvörðun að hlaupa í skarðið fyrir Kórdrengi.

Kórdrengir sendu lið til leiks fyrst í Grill 66-deildina haustið 2021 og náðu ágætum árangri. Þeim gekk hinsvegar mun síður á síðustu leiktíð. Talsverðar breytingar voru á leikmannahópnum. Þeir unnu einn leik en töpuðu 17, gerðu ekkert jafntefli.

Gerðu út frá tveimur stöðum

Ekki gekk klakklaust fyrir Kórdrengi að fá inni til æfinga og keppni í íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrra árið voru þeir með bækistöðvar í Digranesi en á síðustu leiktíð gerðu þeir út frá íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Leikjadagskrá Grill 66-deilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -