- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grétar Ari með stórleik í níu marka sigri á Dijon

Grétar Ari Guðjónsson markvörður Nice. Mynd/Cavigal Nice Handball
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í marki franska liðsins Nice í kvöld þegar liðið vann stórsigur á Dijon í B-deildinni á heimavelli, 30:21. Grétar Ari stóð allan leikinn í markinu og varð 14 skot, þar af var eitt vítakast. Hann var með 40% hlutfallsmarkvörslu sem þykir framúrskarandi.

Nice var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Leiðir liðanna skildu fyrir fullt og fast í síðari hálfleik. Varnarleikur Nice var afar góður auk þess sem Hafnfirðingurinn varði eins og berserkur.

Nice er komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig eftir 15 leiki. Eru menn ánægðir með þennan árangur liðsins það sem af er, eftir því sem næst verður komist.

Grétar Ari hefur verið frábær á milli stanganna hjá Nice-liðinu á keppnistímabilinu og lagt ákveðinn grunn að góðum árangri liðsins með frammistöðu sinni. Hann kom til franska liðsins á síðasta sumri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -