- Auglýsing -
Eftir hálfsmánaðar hlé verður þráðurinn tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Leikin verður heil umferð. Flautað verður til fyrsta leik dagsins klukkan 13.30 þegar Stjarnan sækir HK heim í Kórinn. Síðan rekur hver leikurinn annan.
Ekki verður leikið í öðrum deildum Íslandsmóts karla og kvenna í dag.
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 13.30 – sýndur á HKtv.
Origohöllin: Valur – ÍBV, kl. 15 – sýndur á Stöð2Sport.
KA-heimilið: KA/Þór – FH, kl. 16 – sýndur á KAtv.
Schenkerhöllin: Haukar – Fram kl. 17 – sýndur á Stöð2Sport.
- Auglýsing -