Fréttatilkynning.
Minningartónleikar um handknattleiksþjálfarann Arnar Gunnarsson verða haldnir á Vitanum (Akureyri) laugardaginn 16. september. Viljum við sem að viðburðinum koma heiðra minningu hans og gefa öllum sem þekktu hann tækifæri á að koma saman og eiga góða kvöldstund með uppáhalds tónlistarfólkinu hans. Stebbi Jak er vitanlega besti söngvari landsins og H&H besta hljómsveitin.
Allur ágóði af miðasölu mun renna óskiptur í stofnun minningarsjóðs sem mun halda nafni Arnars á lofti með því að styðja við efnileg ungmenni sem stunda handknattleik og stefna hátt, nokkuð sem var hans ástríða og ævistarf. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína þetta kvöld og Helgi á Vitanum lánar okkur staðinn sinn svo viðburðurinn geti farið fram. Þökkum við þeim kærlega fyrir og erum snortin af fórnfýsinni.
200 miðar eru í boði, kíkið á addimaze.is til að ganga frá kaupunum. Þar er einnig hægt að styrkja minningarsjóðinn með frjálsum framlögum ef fólk kemst ekki á tónleikana en vill engu að síður leggja sitt af mörkum.
Hægt er að millifæra:
0370-26-036559
610622-0970
Merkja greiðslu sem Styrkur.