Skammt er stórra högga á milli á Íslandsmótinu í handknattleik. Flautað var til leiks á fimmtudaginn með stórleik í Hafnarfirði. Eftir hann rak hver viðureignin aðra. Í gær var mæðinni kastað. Í kvöld er komið að næsta stórleik. Valur tekur á móti FH í upphafsleik 2. umferðar Olísdeildar karla í Origohöllinni klukkan 19.30.
Margir bíða eflaust eftir að gömlu samherjarnir úr landsliðinu, Aron Pálmarsson og Alexander Petersson, mætist í leiknum í kvöld. Báðir voru frábærir með liðum sínum í leikjum fyrstu umferðar á fimmtudagskvöld.
Það er að duga eða drepast annað kvöld þegar Valur tekur á móti FH. Bjóðum Aron og hans menn velkomna á Hlíðarenda. Veisla. Olís.
— Valur handbolti (@valurhandbolti) September 10, 2023
Leiknum er flýtt vegna þátttöku beggja liða í Evrópubikarkeppninni í handknattleik um næstu helgi. Valsmenn leika tvisvar í Litáen meðan FH-ingar fara til Grikklands.
Leikur kvöldsins – Olísdeild karla
Origohöllin: Valur – FH, kl. 19.30.
Leikjadagskrá Olísdeilda.
Leikurinn verður sýndur í dreifikerfi Símans.