- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH flaug áfram í aðra umferð – átta marka sigur

Leikmenn FH leika við belgíska liðið Bocholt í dag í Kaplakrika. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH er komið í aðra umferð, 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir öruggan átta marka sigur á Diomidis Argous frá Grikklandi í Argos í dag, 26:18. Jafntefli varð í fyrri viðureign liðanna í gær. 32:32.


Andstæðingur FH í næstu umferð verður Partizan Belgrad frá Serbíu. Leikir liðanna verða 14./15. okótber og 21./22. október ef leikið verður heima og að heiman.

FH-ingar voru mikið sterkari frá upphafi til enda í dag. Þeir léku eins og þeir sem valdið hafa. Vörnin var frábær. Leikmenn gríska liðsins voru ráðalausir hvað eftir annað.

FH-ingar voru fjórum mörkum yfir í síðari hálfleik. Þeir byrjuðu síðari hálfleik af miklu krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Þar með var búið að kveða Grikkina að mestu í kútinn. Mestur varð munurinn níu mörk, 23:14.

FH – Diomidis Argous 26:18 (12:8) – Samanlagt 58:50.

Mörk FH: Jón Bjarni Ólafsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Atli Steinn Arnarson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Einar Bragi Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9, 33,3%.
Mörk Diomidis Argous: Christoforos Tsakouridis 4, Stylianos Asvestas 3, Garyfalos Bagios 2, Vasileios Manthos 2, Salem Omar 2, Ioannis Stefanitsis 2, Orfeas Tsakalos 1, Pantelis Kostakidis 1, Dusan Vukadinovic 1.
Varin skot: Jan-Marco Terlecki 12, 36,3% – Filippos Nikolintais 0.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -