Arnór Snær Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark í þýsku 1. deildinni handknattleik í kvöld þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann Erlangen með 10 marka á heimavelli, 34:24. Arnór Snær sem gekk til liðs við félagið í sumar frá Val gaf einnig eina stoðsendingu. Tvö markskot geiguðu hjá pilti.
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen en hafði sig meira fram í vörninni eins og hans er von og vísa. Rhein-Neckar var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:11.
Rhein-Neckar er í 11. sæti deildarinnar með þrjú stig en hefur aðeins lokið þremur leikjum af einhverjum ástæðum. Flest lið deildarinnar hafa lagt fimm leik að baki, í það minnsta fjóra.
Patrick Groetzki skoraði átta sinnum fyrir Löwen og David Móré sjö. Simon Jeppsson var markahæstur hjá Erlangen með fjögur mörk. Erlangen situr í 10. sæti með fjögur stig að loknum fimm leikjum og hefur enn sem komið er ekki náð sér á flug.