- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Anton Gylfi og Jónas dæma á EM í Þýskalandi

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dómarar eru mættir til Lissabon. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar 2024. Handknattleikssamband Evrópu birti í dag nöfn paranna sem dæma leiki mótsins.

Fimmta EM hjá Antoni Gylfa

Þetta verður þriðja Evrópumótið í röð í karlaflokki sem Anton og Jónas dæma saman en fjórða mótið sem Anton tekur þátt í. Hann dæmdi á EM karla 2012 með Hlyni Leifssyni. Auk þess dæmdu Anton og Hlynur saman á EM kvenna 2008. Anton Gylfi er fyrir löngu kominn í röð reyndustu handknattleiksdómara í Evrópu um þessar mundir.

Stærsta EM frá upphafi

Þar með er ljóst að íslenskir handknattleiksmenn, þjálfarar og dómarar munu láta til sín taka á þessu stærsta Evrópumóti í handknattleik karla sem haldið hefur verið frá upphafi. Upphafsleikir mótsins fara fram í MERKUR spiel Arena í Düsseldorf að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum.

Nachevski er á listanum

Sérstaka athygli vekur þegar dómaralistinn er skoðaður að á honum er nafn Gjorgji Nachevski, sonar hins brottrekna fyrrverandi formanns dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski.

Handknattleiksdómararnir Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gjorgji Nachevski og félagi hans til margra ára, Slave Nikolov, hafa legið undir grun að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá Sportradar sem sérhæfir sig í rannsóknum á veðmálasvindli. Þeir félagar voru nefndir til sögunnar í þáttum TV2 í vor, Mistænkeligt spil.

Annað sem vekur athygli er að Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, sem hafa verið orðaðir í tengslum við veðmálabrask, verða ekki á meðal dómara á EM. Þeir hafa tekið þátt í mörgum síðustu mótum.

Dómarapörin sem dæma á EM karla:
Anton Gylfi Pálsson / Jónas Elíasson (Íslandi).
Amar Konjicanin / Dino Konjicanin (Bosníu).
Vaclav Horacek / Jiri Novotny (Tékklandi).
Mads Hansen / Jesper Madsen (Danmörku).
Andreu Marín Lorente / Ignacio Garcia Serradilla (Spáni).
Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi).
Karim Gasmi / Raouf Gasmi (Frakklandi).
Maike Merz / Tanja Kuttler (Þýskalandi).
Robert Schulze / Tobias Tönnies (Þýskalandi).
Vaidas Mazeika / Mindaugas Gatelis (Litáen).
Igor Covalciuc / Alexei Covalciuc (Norður Makedóníu).
Slave Nikolov / Gjorgji Nachevski (Norður Makedóníu)
Ivan Pavicevic / Milos Raznatovic (Svartfjallalandi).
Lars Jørum / Havard Kleven (Noregi).
Daniel Accoto Martins / Roberto Accoto Martins (Portúgal).
Bojan Lah / David Sok (Slóvenía).
Arthur Brunner / Morad Salah (Sviss).
Mirza Kurtagic / Mattias Wetterwik (Svíþjóð).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -