- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea og liðsfélagar unnu góðan sigur á heimavelli

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Silkeborg-Voel. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Andrea Jacobsen og liðsmenn Silkeborg-Voel færðust upp í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með þriggja marka sigri á København Håndbold, 33:30, á heimavelli í fimmtu umferð deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Þetta var þriðji sigur Silkeborg-Voel sem var þremur mörkum yfir í hálfleik að þessu sinni, 15:12.


Andrea kom talsvert við sögu í sóknarleik Silkeborg-Voel. Hún skoraði tvö mörk og átti eina sendingu. Eitt markskot missti marks. Andrea er eina íslenska handknattleikskonan sem leikur í úrvalsdeildinni í Danmörk á þessari leiktíð. Hún gekk til liðs við félagið í sumar en það sóttist eftir kröftum Andreu eftir að skytta í röðum liðsins meiddist.

Kaupmannahafnarliðið er í tíunda sæti með fjögur stig. Efst eru Odense og Esbjerg með 10 stig. Ikast sem hefur gert það gott í Meistaradeild Evrópu fram til þess og unnið allar þrjár viðureignir sínar er í þriðja sæti með átta stig.

Staðan á einni síðu

Nánar er hægt að kynna sér stöðuna í dönsku úrvalsdeildunum og fleiri deildum Evrópu á sérstakri stöðusíðu sem sett hefur verið upp undir flipanum staða og leikir og nálgast má hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -