Selfoss og Víkingur halda áfram á sigurbraut í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Liðin unnu sína leiki í 2. umferð sem hófst í kvöld. Selfoss lagði ungmennalið Fram í Sethöllinni á Selfossi, 38:31, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:17.
Sigurinn var torsóttari en gegn Fjölni fyrir viku en sannfærandi þegar upp var staðið. Perla Ruth Albertsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Katla María Magnúsdóttir, sem allar eru í 35 kvenna landsliðshóp sem valinn var í dag fyrir HM, voru atkvæðamestar í Selfossliðinu ásamt ungum um upprennandi markverði sem var með U17 ára landsliðinu á EM í sumar, Ágústu Tönju Jóhannsdóttur.
Sóldís Rós Ragnarsdóttir var atkvæðamest hjá Fram en félagið virðist hafa marga efnilega leikmenn í sínum röðum, rétt eins og Selfoss.
Auður og Ída skoruðu 19 mörk
Auður Brynja Sölvadóttir fór á kostum með Víkingi og skoraði 10 mörk þegar liðið vann ungmennalið Hauka í Safamýri, 34:27. Ída Bjarklind Magnúsdóttir stóð henni lítt að baki en þær fóru fyrir sóknarleik Víkinga ásamt Hafdís Shizuka Iura.
Enn eitt efnið úr U17 ára landsliðinu, Ester Amíra Ægisdóttir, var atkvæðamest hjá Haukum með átta mörk.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild kvenna.
Selfoss – Fram U 38:31 (20:17).
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 7, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Dagný Huld Birgisdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 12, 44,4% – Cornelia Hermansson 6/1, 27,3%.
Mörk Fram U.: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 9, Sara Rún Gísladóttir 5/1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Elín Ása Bjarnadóttir 3, Valgerður Arnalds 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8/1, 17,8%.
Víkingur – Haukar U 34:27 (17:14).
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 10, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 9, Hafdís Shizuka Iura 6, Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir 3, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2.
Varin skot: Tara Sól Úranusdóttir 8, Þórunn Ásta Imsland 1.
Mörk Hauka U.: Ester Amíra Ægisdóttir 8, Brynja Eik Steinsdóttir 4, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 4, Andrea Mist Grettisdóttir 2, Rósa Kristín Kemp 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Emilía Katrín Matthíasdóttir 1, Bryndís Pálmadóttir 1, Katrín Inga Andradóttir 1, Sara Margrét Örlygsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 5, Erla Rut Viktorsdóttir 1.