- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ómar, Janus, Viktor, Róbert, Ásgeir, Sveinbjörn, Hannes, Wilbek

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Magdeburg vann meistara THW Kiel, 34:31, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði Smárason skoraði ekki mark að þessu sinni. Um er að ræða þriðja tap THW Kiel á keppnistímabilinu.  Magdeburg er þremur stigum á eftir Melsungen sem er í efsta sæti með 14 stig eftir sjö leiki. Kiel er á fremur óvenjulegum slóðum, í 9. sæti með sex stig eftir sex viðureignir. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot þann tíma sem hann stóð í marki Nantes í jafntefli liðsins við Limoges, 34:34, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta fyrsta stigið sem Nantes tapar í frönsku deildinni á leiktíðinni. Limoges var með yfirhöndina í leiknum í síðari hálfleik og nær allt til leiksloka, m.a. 32:30, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og 30:27 á 52. mínútu. 
  • Róbert Sigurðarson og félagar hans í Drammen eru í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með átta stig eftir fjórar umferðir. Drammen vann Fjellhammer á útivelli í gær, 27:26. Róbert skoraði ekki mark í leiknum en stóð vaktina í vörn Drammen. Fyrrverandi samherji Róberts hjá ÍBV, Ásgeir Snær Vignisson, skoraði tvisvar sinnum fyrir Fjellhammerliðið sem í 12. sæti af 14 liðum með þrjú stig. 
  • Sveinbjörn Pétursson stóð í marki EHV Aue annan hálfleikinn gegn Bayer Dormagen í viðureign liðanna í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Sveinbjörn varði fjögur skot, 25%. Aue tapaði leiknum 17:26 og rekur lestina án stiga ásamt hinum nýliða deildarinnar, Vinnhorst, eftir fimm umferðir. 
  • Hannes Jón Jónsson og hans menn í Alpla Hard gerðu jafntefli við Handball Tirol, 26:26, á heimavelli í gær í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Alpla Hard er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Tirol og Fuchse eru í efstu tveimur sætunum með átta stig hvort. 
  • Ulrik Wilbek, sem árum saman þjálfaði dönsku landsliðin í handknattleik, er kominn í veikindaleyfi um ótiltekinn tíma en hann hefur frá ársbyrjun 2018 verið bæjarstjóri í Viborg kommune á Jótlandi. Fyrst átti leyfi hans frá störfum að vara í skamman tíma en fyrir helgina var það framlengt um ótiltekinn tíma.
  • Ekki hefur verið gefið upp hvað hrjáir Wilbek sem er 65 ára gamall. Hann þjálfaði danska kvennalandsliðið frá 1992 til 1997 og karlandsliðið frá 2005 til 2014. Wilbek náði stórkostlegum árangri með bæði landsliðin, vann stóru mótin þrjú með kvennalandsliðinu, EM með karlalandsliðinu og tvenn silfurverðlaun á HM með karlalandsliðinu.

Staðan á einni síðu

Hægt að kynna sér stöðuna í mörgum deildum evrópska handknattleiksins á sérstakri stöðusíðu sem sett hefur verið upp undir flipanum staða og leikir og m.a. má nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -