Hinn þrautreyndi íþróttafréttamaður sem um langt árabil vann hjá RÚV, Adolf Ingi Erlingsson, „tók fram skóna“ á föstudagskvöld og lýsti viðureign KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla sem sendur var út í sjónvarpi Símans.
Adolf Ingi sagði við handbolta.is að hann hafi verið „svolítið ryðgaður“ enda var um að ræða hans fyrstu lýsingu frá handboltaleik í mörg ár.
Adolf Ingi sagði að um að hafi verið að ræða tilfallandi verkefni að lýsa leiknum. Ekki standi til að hann lýsi leikjum KA í vetur enda hefur hann komið sér fyrir á öðrum vettvangi eftir að endi var bundinn á starf hans hjá RÚV fyrir um áratug.
Adolf Ingi er Akureyringur að upplagi og dvelur oft nyrðra og kastar þar mæðinni frá amstri daganna ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Sigurðardóttir, sem einnig er frá höfuðstað Norðurlands.
Á síðustu árum hefur Adolf Ingi getið sér afar gott orð sem fararstjóri erlendra ferðamanna um landið og er orðinn eftirsóttur á þeim vettvangi.