- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó markahæstur í kærkomnum sigri Leipzig

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson átti stórleik fyrir SC DHfK Leipzig í dag þegar leikmenn liðsins ráku af sér slyðruorðið og sýndu sínar bestu hliðar þegar þeir lögðu liðsmenn Lemgo, 28:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins.


Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem lyftist upp í 11. sæti deildarinnar með þessum sigri í Lemgo. Liðið hefur nú fimm stig eftir sjö leiki og leik inni á mörg lið á næstu slóðum í deildinni.

Sonur Rúnars, Andri Már, skoraði tvö mörk fyrir SC DHfK Leipzig. Matej Klima skoraði sjö mörk og var næstur á eftir Viggó í skoruðum mörkum hjá Leipzig-liðinu. Jan Brosch skoraði sex mörk fyrir Lemgo.

Aftur vann Wetzlar

Neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, Wetzlar, fylgdi eftir sigrinum á Kiel í bikarkeppninni í vikunni með því að skella Hannover-Burgdorf í dag, 33:30, á heimavelli Hannover-Burgdorf. Svo virðist sem sigur Wetzlar á Kiel hafi ekki verið tilviljun. Sigurinn í dag lyfti Wetzlar upp úr neðsta sæti deildarinnar. Stuttgart, sem leikur nú við Flensburg, er á botninum með tvö stig.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Marius Steinhauser skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf. Lenny Rubin skoraði níu mörk fyrir Wetzlar.


Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum Evrópu er hægt að nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -