- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll með sýningu í Eyjum

Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í marki í marki Hauka í seinni hálfleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum og átti ekki hvað síst þátt í öruggum sigri Hauka á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, 26:19, í Olísdeild karla í handknattleik. Björgvin Páll var með 50% markvörslu og lokaði markinu á köflum fyrir leikmönnum ÍBV sem lentu fyrir bragðið í tómum vandræðum og misstu alveg af lestinni.


Björgvin Páll skellti alveg í lás síðustu 14 mínútur fyrri hálfleiks. Á þeim kafla breyttist staðan úr 8:8 í 13:8 fyrir Hauka. Þar með myndaðist það forskot sem lagði grunn að sigri Hauka að þessu sinni. Ekki bætti úr skák að Björgvin Páll sló heldur ekki slöku við í síðari hálfleik. Hann ásamt Haukamönnum hleyptu Eyjamönnum aldrei upp á dekk og því fór sem fór.


Haukar eru þar með áfram með þriggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þegar 13 umferðum er lokið. Þeir hafa 21 stig og virðast hafa jafnað sig vel eftir tvo erfiða leiki í síðustu viku gegn ÍR og KA.


Ungt lið ÍBV lenti á vegg að þessu sinni. Frábær markvarsla Björgvins Páls og síðan buldu á liðinu hraðaupphlaup Haukanna, nokkuð sem Hafnarfjarðarliðið hefur góð tök á.


Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 8, Hákon Daði Styrmisson 4/2, Theodór Sigurbjörnsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 6, 31,6% – Petar Jokanovic 4, 25%.
Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Byrnjólfsson 7, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Heimir Óli Heimisson 4, Orri Freyr Þorkelsson 4/3, Adam Haukur Baumruk 3, Tjörvi Þorgeirsson 1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Jón Karl Einarsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19, 50%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -