- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær fór með himinskautum

Elliði Snær Viðarsson línumaður Gummersbach. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór með himinskautum í kvöld í fimmta sigurleik Gummersbach í röð í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Eisenach, 37:31, á heimavelli. Elliði Snær skoraði 11 mörk í 12 skotum og átti einnig tvær stoðsendingar. Hann var hreint út sagt stórkostlegur og átti hreinlega sviðið í Schwalbe-Arena í Gummersbach.


Með fimmta sigrinum í röð komst Gummersbach upp í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig að loknum níu leikjum, sjö stigum á eftir efsta liðinu Füchse Berlin. Gummersbach komst stigi upp fyrir Flensburg sem á leik til góða.

Mikilvægur sigur hjá Arnóri

Bergischer HC vann Wetzlar í slag botnliðanna í deildinni, 32:28, á heimavelli Wetzlar í síðari leiknum í 1. deildinni í Þýskalandi í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson er í þjálfaratreymi Bergischer sem komið er með sex stig eftir níu leiki í 13. sæti.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

Minden vann botnliðið

Í annarri deild vann GWD Minden, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, botnlið TuS Vinnhorst, 30:26, á heimavelli í 2. deildinni í Þýskalandi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk og Sveinn Jóhannsson tvö fyrir Minden sem var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10. Bjarni og Sveinn áttu sitt hvora stoðsendinguna.

GWD Minden er komið upp í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki en upphafsleikirnir í deildinni í haust reyndust liðinu erfiðir.

12 marka tap

Ekki gekk eins vel hjá Sveinbirni Péturssyni og samherjum hans í EHV Aue. Þeir steinlágu í heimsókn til Tusem Essen, 32:20. Sveinbjörn stóð í marki Aue annan hálfleikinn en fékk litlu breytt. Hann varði þrjú skot 16%. EHV Aue er næst neðst með tvö stig eftir sjö leiki. Aðeins Vinnhorst er fyrir neðan án stiga.

Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -