- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriggja marka sigur í Põlva

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 10 mörk í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur hafði betur í fyrri viðureign sinni við Põlva Serveti í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld, 32:29, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12. Leikurinn fór fram í Põlva í Eistlandi. Liðin mætast á sama stað aftur á morgun og munu samanlögð úrslit leikjanna tveggja skera úr um hvort liðið kemst í næstu umferð.


Valur tók forystuna upp úr miðjum fyrri hálfleik og lét hana aldrei af hendi eftir það. Heimamenn náðu áhlaupi snemma í síðari hálfleik og minnkuðu muninn tvisvar sinnum niður í eitt mark. Nær komust þeir ekki. Valsmönnum tókst að halda forystunni allt til enda þátt fyrir ákafa mótspyrnu leikmanna Põlva Serveti.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Magnús Óli Magnússon 5, Alexander Petersson 5, Tjörvi Týr Gíslason 3, Ísak Gústafsson 2, Allan Norðberg 2, Andri Finnsson 2, Viktor Sigurðsson 1, Aron Dagur Pálsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 32,3% – Arnar Þór Fylkisson 0.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -