Átta leikir eru á dagskrá í þremur deildum efstu deildanna tveggja á Íslandsmótinu í handknattleik. Heil umferð, fjórir leikir, verða á dagskrá í Olísdeild kvenna. Í Grill 66-deild kvenna verður væntanlega spennandi leikur þegar Grótta sækir ÍR heim en liðin eru jöfn að stigum í efri hluta deildarinnar með 12 stig hvort. Liðin eru í baráttu við Aftureldingu um sæti í Olísdeild á næstu leiktíð.
Í Grill 66-deild karla ber hæst að í kvöld mætast tvö efstu liðin, Víkingur og HK í Víkinni og geta úrslit leiksins ráðið úrslitum um hvort liðið vinnur deildina og fer rakleitt upp í Olísdeild í vor. Víkingur er efstur í deildinni með 20 stig en HK er tveimur stigum á eftir. Leikurinn verður sýndur á Stöð2 Sport og hefst klukkan 19.30.
Olísdeild kvenna:
Kaplakriki: FH – HK, kl. 13.30 – sýndur á FHtv.
KA-heimilið: KA/Þór – Haukar, kl. 15.30 – sýndur á KAtv.
TM-höllin: Stjarnan – Valur, kl. 16 – sýndur á 210 tv.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram, kl. 16.15 – sýndur á Stöð2Sport.
Staðan í Olísdeild kvenna.
Grill 66-deild kvenna:
Austurberg: ÍR- Grótta, kl. 14 – sýndur á ÍRtv.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.
Grill 66-deild karla:
Origohöllin: Kría – Valur U, kl. 14
Dalhús: Vængir Júpiters – Haukar U, kl.17 – sýndur á Vængir Júpiterstv.
Víking: Víkingur – HK, kl. 17 – sýndur á Stöð2Sport.
Staðan í Grill 66-deild karla.