Einn andstæðingur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik síðar á árinu, landslið Angóla, tryggði sér á laugardaginn þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í París á næsta ári. Landslið Kamerún tekur þátt í forkeppni sem haldið verður í Evrópu 11. til 14. apríl á næsta ári.
Í fjögurra liða keppni sterkustu kvennalandsliða Afríku sem fram fór í Luanda í Angóla vann Angóla alla sína andstæðinga. Síðasti leikurinn var gegn Kamerún í gær, 27:21. Áður hafði angólska landsliðið lagt Senegal, 22:21, og Kongó, 30:15.
Angólska landsliðið hefur verið það sterkasta í afrískum kvennahandknattleik á undanförnum árum og oftar en ekki verið fulltrúi Afríku á ÓL. Landslið Angóla hafnaði í 10. sæti á síðustu leikum sem fram fóru fram í Tókýó.
🇦🇴 Angola women for #Paris2024 🚀 The African powerhouse had some tight matches at the Women's African Olympic Qualification Tournament but got the job done and earned the ticket to the 2024 Olympic Games 💪
— International Handball Federation (@ihf_info) October 16, 2023
Read more 👇 https://t.co/oqaAf5vjfH