- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar halda áfram að vinna

Meistaraflokkslið ÍR í Grill66-deild kvenna leiktíðina 2020/2021. Mynd/Facebooksíða ÍR.
- Auglýsing -

Kvennalið ÍR heldur áfram sigurgöngu sinni í Grill 66-deild kvenna og í dag fagnaði liðið sínum sjöunda sigri í deildinni, þar af þeim sjötta í röð, með því að leggja Gróttu, 22:21, í Austurbergi í hörkuleik. Þar með er ÍR-liðið orðið aðalkeppninautur Aftureldingar um efsta sæti deildarinnar þegar eingöngu er litið til þeirra liða sem getað farið upp. Ungmennaliðin sitja eftir og geta ekki tekið sæti í Olísdeildinni.


ÍR er þar með komið upp í þriðja til fjórða sæti með 14 stig eins og Afturelding sem á leik til góða gegn ungmennaliði Fram á morgun. Framliðið er efst og Valur er í öðru sæti.


ÍR-liðið var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 13:11.


Mörk ÍR: Ólöf Marín Hlynsdóttir 8, Stefanía Ósk Hafberg 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Adda Sólbjört Högnadóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, María Leifsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 8, Tinna Valgerður Gísladóttir 5, Rut Bernódusdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -