- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Hörkuleikur á Ásvöllum – tendrað á ný upp í grillinu

Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Tveir leikir fara fram í kvöld í keppni meistaraflokka á Íslandsmótinu í handknattleik. Annars vegar mætast Haukar og Afturelding í Olísdeild karla á Ásvöllum klukkan 18. Hinsvegar leiða ungmennalið Vals og Grótta saman kappa sín í Grill 66-deild kvenna í Origohöllinni kl. 19.30. Þar með hefst keppni á ný í Grill 66-deild kvenna eftir hlé vegna æfinga og leikja kvennalandsliðsins á síðustu dögum.


Eftirvænting ríkir fyrir viðureign Hauka og Aftureldingar. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu í Olísdeildinni.

Haukar hafa unnið þrjá leiki í röð og þá alla með miklum mun, síðast KA með 15 mörkum í KA-heimilinu á föstudaginn.

Afturelding gerði jafntefli við ÍBV fyrir viku en hafði áður unnið fjóra leiki í röð. Mosfellingar sitja í þriðja sæti með níu stig eftir sex leiki. Haukar eru stigi á eftir og geta liðin þar með haft sætaskipti haldi sigurganga Hafnarfjarðarliðsins áfram.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla:
Ásvellir: Haukar – Afturelding, kl. 18.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Grill 66-deild kvenna:
Origohöllinni: Valur U – Grótta, kl. 19.40.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

  • Þeir sem ekki eiga þess kost á mæta í íþróttahúsin í kvöld til styðja sín lið geta fylgst með útsendingum frá leikjunum í Sjónvarpi Símans.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -