- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þráðurinn tekinn upp eftir tveggja vikna hlé

Ana Gros og samherjar í Györ frá danska liðið Odense í heimsókn. Núverandi þjálfari Györ var þjálfari Odense á síðasta tímabili. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sviðsljósin beinist að Ljubljana í Slóveníu um helgina þegar að keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik rúllar af stað á ný eftir tveggja vikna hlé vegna landsliðsverkefna. Þar munu heimakonur í Krim taka á móti ríkjandi meisturum í Vipers í leik umferðarinnar.

Eina taplausa liðið í B-riðli, Ikast frá Danmörku, freistar þess að halda áfram sigurgöngu sinni á heimavelli þegar pólska liðið Lubin kemur í heimsókn.

Í A-riðli tekur Györ á móti danska liðinu Odense en Ulrik Kirkely þjálfari Györ mætir þar sínum fyrrverandi liðsmönnum. Á sama tíma mæta hinar taplausu í Bietigheim sænska liðinu Sävehof.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

CSM Búkarest – Brest | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • CSM hefur tapað þremur leikjum í röð fimm sinnum áður og með tapi í þessum leik munu þær jafna það vafasama met sitt.
  • Brest hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum til þessa. Það er versta byrjun liðs félagsins í Meistaradeild kvenna frá tímabilinu 2017/18.
  • Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í sóknarleik til þessa. CSM hefur skorað 116 mörk en Brest aðeins 103.
  • Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður. Franska liðið hefur sigrað tvisvar sinnum, CSM einu sinni og einu sinni hefur orðið jafntefli.

DVSC Schaeffler – Buducnost | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið hafa fengið á sig 133 mörk í fyrstu fjórum leikjunum en aðeins Lubin hefur fengið á sig fleiri mörk 138.
  • Armelle Attingré markvörður Buducnost hefur varið flest vítaskot á þessari leiktíð, sjö.
  • Sigri Buducnost í þessum leik verður það 160. sigurleikurinn í Meistaradeild kvenna. Aðeins Györ hefur unnið fleiri leiki.
  • Liðin hafa tvö stig hvort eftir fjórar umferðir og sitja í sjötta og sjöunda sætum riðilsins.
  • Buducnost er annað af tveimur liðum sem hefur skorað færri en 100 mörk í keppninni fram til þessa, 96. Pólska liðið Lubin hefur skorað færri, 89.

Györ – Odense | laugardagur kl. 16| Beint á EHFTV

  • Ulrik Kirkely þjálfari Györ mætir fyrrverandi liðsmönnum sínum í þessum leik. Hann þjálfaði danska liðið í tvígang með frábærum, árin 2015-2017 og 2020-2023. M.a. vann Odense Håndbold danska meistaratitilinn 2021 og 2022.
  • Ungverska liðið er það eina í riðlinum sem hefur fengið á sig færri en 100 mörk eftir fjórar umferðir, eða alls 88 mörk en það er 14 mörkum færra en næsta lið.
  • Sigri Györ í þessum leik verður það 210. sigurleikurinn í Meistaradeild kvenna.
  • Sandra Toft markvörður Györ er með 35,4% markvörslu á tímabilinu en aðeins þrír markverðir hafa betri hlutfallslega markvörslu.
  • Þessi lið hafa mæst átta sinnum áður þar sem að ungverska liðið hefur sigrað sjö sinnum en einum leik lauk með jafntefli.

Bietigheim – Sävehof | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Vinni þýska liðið leikinn nær það sínum besta árangri frá upphafi í keppninni. Bietigheim hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína.
  • Karolina Kudlacz-Gloc leikmaður Bietigheim er markahæst í Meistaradeildinni með 31 mark í fjórum leikjum.
  • Sænska liðið er eitt af þremur liðum sem hefur ekki enn náð að vinna leik í Meistaradeildinni til þessa.
  • Þetta verður í fyrsta sinn sem liðin mætast í Meistaradeild Evrópu.

B-riðill:

Ikast – Lubin | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Ikast er eina ósigraða liðið í B-riðli eftir fyrstu fjórar umferðirnar.
  • Pólska liðið bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeild kvenna.
  • Irma Schjött markvörður Ikast hefur varið næst flest skotin í fyrstu fjórum umferðunum. Hún hefur varið 54 skot eða 33% af þeim skotum sem hún hefur fengið á sig.
  • Ikast hefur skorað næst flest mörkin, 134.
  • Daria Michalak vinstri hornamaður Lubin er markahæst með 13 mörk.

Krim – Vipers | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Oceane Sercien-Ugolin mætir sínum fyrrverandi samherjum í Krim. Hún lék með liðinu 2020 – 2022.
  • Krim vonast til þess að komast aftur á sigurbraut en eftir að hafa unnið í fyrstu þrem umferðunum tapaði liðið í síðustu umferð fyrir Ikast.
  • Vipers hefur hins vegar tapað tveimur leikjum af fyrstu fjórum. Þetta eru jafnmargir tapleikir og á allri síðustu leiktíð.
  • Þessi lið eru á meðal þeirra liða sem hafa skorað mest það sem af er, Vipers með 131 mark og Krim 133.
  • Þessi lið hafa mæst þrettán sinnum áður. Vipers hefur sigrað ellefu sinnum, Krim einu sinni og einu sinni hefur orðið jafntefli.

Esbjerg – FTC | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Esbjerg vonast eftir þriðja sigurleiknum í röð. Eini tapleikurinn var gegn Krim í annarri umferð.
  • Martin Albertsen þjálfari FTC þurfti að taka pokann sinn eftir þrjá tapleiki og eitt jafntefli. Aðstoðarþjálfari liðsins, Allan Heine tók við stjórnartaumunum fyrir síðustu umferð í Meistaradeildinni.
  • Kristine Breistøl og Henny Reistad hafa skorað samtals 47 mörk fyrir Esbjerg.
  • Ungverska liðið hefur farið illa af stað í Meistaradeildinni og m.a. aðeins skorað 25,2 mörk en fengið á sig 32,7 mörk að meðaltali í fyrstu fjórum umferðunum.

Metz – Rapid Búkarest | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Rapid hefur byrjað illa í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og aðeins unnið einn leik, tapað tveimur og gert eitt jafntefli.
  • Franska liðið hefur skorað mest allra til þessa, 142 mörk, 66% sóknarnýting.
  • Hin hollenska Estavana Polman, sem hefur verið lengi frá vegna hnémeiðsla, er óðum að jafna sig af meiðslunum og líkur eru taldar á að hún verði í leikmannahópi Rapid að þessu sinni.
  • Liðin hafa mæst tvisvar sinnum áður þar sem að Metz hefur sigrað í bæði skiptin.

    Staðan í A- og B-riðlum:
Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -