- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oft hefur verið þörf, nú er nauðsyn – fyllum Varmá!

Afturelding treytsir á stuðning áhorfenda í leiknum við Nærbø í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

„Oft hefur verið þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn að Mosfellingar standi saman og streymi að Varmá, fylli íþróttahúsið og hjálpi okkur áfram í Evrópukeppninni. Saman eru okkur allir vegir færir,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar sem mætir norska liðinu Nærbø í Evrópbikarkeppninni í handknattleik að Varmá í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.30 en strax klukkan 16 byrjar fjörið að Varmá. Stefnt er á að vekja stemninguna sem var í úrslitakeppninni í vor sem þótti einstök.

Skjótt skipast veður í lofti

Nærbø mætir til leiks með fimm marka forskot eftir fyrri viðureignina. Gunnar segir það vera gamla sögu og nýja að veður geti skipast fljótt í lofti í Evrópuleikjum. Þar leiki áhorfendur eitt stærsta hlutverkið með kröftugum stuðningi.

Aftureldingarliðið skorar því á fjölmarga stuðningsmenn sína í Mosfellsbæ að slá ekki slöku við og mæta á völlinn í kvöld. Evrópuleikir í handknattleik eru ekki daglegt brauð í Mosfellsbæ, hvað þá á laugardagskvöldi.


„Það getur riðið baggamuninn að fylla húsið og fá alvöru stemningu,“ sagði Gunnar sem telur Aftureldingarliðið eiga mjög góða möguleika á að vinna leikinn í kvöld og komast áfram, ef allir leggist á árarnar, jafnt þeir sem eru innanvallar og utan.

Eigum mikið inni

„Við höfum fulla trú á að geta snúið taflinu við á heimavelli með fullu húsi af áhorfendum. Miðað við leikinn ytra þá eigum við talsvert mikið inni. Saman getum við breytt stöðunni. Með alvöru gryfju þá er þetta allt saman gerlegt,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar sem er hvergi banginn frekar en fyrri daginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -