- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó skaut Aftureldingu áfram

Kátir leikmenn Aftureldingar ásamt hluta stuðningsmanna eftir sigurinn á Nærbø í síðasta mánuði. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann hreint ævintýralegan sex marka sigur á norska liðinu Nærbø, 29:23, að Varmá í kvöld og komst þar með áfram í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla. Samanlagt vann Afturelding með einu marki 51:50. Nærbø, sem vann keppnina 2022 og lék til úrslita 2023 er þar með úr leik.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 29. mark og síðasta markið þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Norska liðinu lánaðist ekki að nýta tímann sem eftir var til þess að skora.

Nærbø var marki yfir í hálfleik, 12:11.


Þorsteinn Leó fór hamförum á síðustu 10 mínútum leiksins og raðaði inn mörkum. Alls skoraði hann 11 mörk í leiknum, þar af sjö í síðari hálfleik, flest á síðustu 10 mínútunum.

Afturelding var einu marki yfir 21:20, þegar níu mínútur voru til leiksloka. Leikurinn hafði verið í járnum fram til þess tíma. Annað hvort liðið var marki yfir og fátt benti til þess að annað hvort liðið stingi af á lokasprettinum. Annað kom á daginn og óhætt að segja lokaspretturinn hafi verið óvæntur en ánægjulegur fyrir heimamenn.

Varnarleikur Aftureldingar var frábær síðasta stundarfjórðunginn, reyndar eins og allan leikinn. Tord Haugseng, sem skoraði 10 mörk í 10 skotum í fyrri leiknum, komst hvorki lönd né strönd í kvöld og skoraði ekki mark.

Sóknarleikurin var áræðinn undir lokin með Þorstein í aðalhutverki í rífandi góðri stemningu að Varmá þar sem þétt var setinn bekkurinn þangað til sex mínútur voru eftir. Eftir það stóðu allir áhorfendur.

Auk Þorsteins Léo er sérstök ástæða til þess að hrósa Birgi Steini. Hann var mjög góður, sérstaklega í síðari hálfleik. Birgir lék vafalaust sinn besta leik fyrir Aftureldingu fram til þessa.

Afturelding, FH, ÍBV og Valur eru þar með öll kominn í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar. Dregið verður á þriðjudagsmorgun eftir því sem næst verður komist. Styrkleikaflokkarnir liggja fyrir á mánudag.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 11, Birgir Steinn Jónsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Þorvaldur Tryggvason 3, Andri Þór Helgason 3, Birkir Benediktsson 1, Leó Snær Pétursson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 35,3% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 25%.

Mörk Nærbø: Andreas Horst Haugseng 5, Ole Nærland 4, Theodor Svensgård 4, Tord Aksnes Lode 4, Lars Sigve Hamre 3, John Thue 2, Gustav Karl Håjab Bergendal 1.

Varin skot: Halvor-Elias Nærland 11, 27,5%.

Handbolti.is var að Varmá og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -