- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar veittu ÍR-ingum hörkukeppni

Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Olísdeildarlið ÍR er komið í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik kvenna eftir að hafa mátt hafa sig allt við til þess að leggja harðskeytt lið Víkings, 21:19, í Safamýrinni í kvöld. Víkingur leikur í Grill 66-deildinni en það var ekki að sjá í þessum leik að miklu munaði á liðunum. Víkingar náðu að velgja ÍR-ingum hressilega undir uggum lengi vel. Staðan í hálfleik var 11:10, ÍR í hag.


Leikurinn var hnífjafn og spennand frá upphafi. Varnarleikur og markvarsla var í öndvegi en einnig var nokkuð um mistök á báða bóga. Skorið var lágt og hraðinn e.t.v. ekki mikill.

Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru til leiksloka sem ÍR náði fyrst fjögurra marka forskoti, 19:15. Virtist liðið þá vera að stinga af. Víkingar voru ekki á því að gefa sinn hlut eftir átakalaust og komu til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 19:18, þegar liðlega fjórar mínútur voru eftir af leiktímanum.

ÍR bætist þar með í hóp með Gróttu, HK og Stjörnunni sem tryggðu sér sæti í átta liðum úrslitum í gær. Þrír leikir hefjast klukkan 19.30:

Víkin: Berserkir – KA/Þór.
Sethöllin: Selfoss – Fram.
Ásvellir: Haukar – ÍBV.

Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 10, Anna Vala Axelsdóttir 2.

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Karen Tinna Demian 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 8, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -