Sjöunda umferð Olísdeildar kvenna hefst í dag með þremur viðureignum. Umferðinni lýkur á mánudaginn.
Topplið Hauka fær nýliða ÍR í heimsókn á Ásvelli klukkan 16. Nýliðarnir hafa leikið afar vel og komið mörgum á óvart. Verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar gegn Haukum sem hafa farið mikinn síðustu daga, jafnt í deild sem bikar.
Á sama tíma mætast Fram og KA/Þór í Úlfarsárdal. Síðarnefnda liðið vann sinn fyrsta leik um síðustu helgi og virðist til alls líklegt.
Stjarnan vann sinn fyrsta leik á tímabilinu á þriðjdagskvöldið er liðið lagði Aftureldingu í Poweradebikarnum, 16-liða úrslitum. Eyjaliðið er vængbrotið um þessar mundir með þrjá máttarstólpa fjarverandi vegna meiðsla.
Einnig fer ein viðureign fram í Grill 66-deild kvenna í dag. Lið Selfoss sækir HK heim í Kórinn klukkan 13.30. Bæði lið áttu góu gengi að fagna í Poweradebikarnum í vikunni sem senn er á enda.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – ÍR, kl. 16.
Úlfarsárdalur: Fram – KA/Þór, kl. 16.
Mýrin: Stjarnan – ÍBV, kl. 16.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild kvenna:
Kórinn: HK – Selfoss, kl. 13.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Þau sem ekki eiga þess kost á mæta í íþróttahúsin í kvöld til styðja sín lið geta fylgst með útsendingum frá leikjum Íslandsmótsins í gegnum handboltapassa HSÍ í sjónvarpi Símans.