- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn lét til sín taka í sjö marka sigri

Elvar Örn Jónsson handknattleiksmaður hjá MT Melsungen. Mynd/Melsungen.
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson var aðsópsmikill hjá MT Melsungen í kvöld þegar liðið vann Rhein-Neckar Löwen, 30:23, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Með sigrinum færðist Melsungen upp í annað sæti deildarinnar, a.m.k. að sinni en liðið er stigi fyrir ofan Magdeburg sem situr í þriðja sæti með 17 stig og leik inni á morgun gegn Bergischer á heimavelli. Füchse Berlin er efst sem fyrr með 21 stig.


Elvar Örn skoraði sex mörk, átti tvær stoðsendingar og varði þrjú skot í vörninni. Timo Kastening var markahæstur með sjö mörk. Jannik Kohlbacher skorað sex mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og var markahæstur.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen og virðist ekki hafa komið mikið við sögu ef marka má tölfræðina en hún vill nú stundum ekki segja alla söguna.

Nebojsa Simic markvörður Melsungen var frábær í leiknum. Hann varði 16 skot, þar af tvö vítaköst, 42%, þegar leikurinn var gerður upp.

Arnór Snær var ekki með

Arnór Snær Óskarsson var ekki í leikmannhópi Rhein-Neckar Löwen. Ýmir Örn Gíslason var hinsvegar að vanda með liðinu.

Rhein-Neckar Löwen er í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar með 11 stig, er stigi á eftir Gummersbach.

Teitur Örn lék ekki

Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannhópi Flensburg í sjö marka sigri liðsins á heimavelli á liðsmönnum Eisenach, 35:28. Teitur Örn fékk högg á annað augað fyrir 12 dögum og hefur ekki að fullu jafnað sig.

Manuel Zehnder fór á kostum í leiknum og skorað 13 mörk fyrir Eisenach, þar af þrjú úr vítaköstum. Hollendingurinn Kay Smits og Lukas Jörgensen skoruðu átta sinnum hvor fyrir Flensburg.

Hér má sjá stöðuna í þýsku 1. deildinni í handknattleik ásamt stöðunni í fleiri deildum í evrópskum handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -