- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Botninn datt úr í síðari

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson var besti maður Skjern-liðsins þegar það mátti þola tap á heimavelli í kvöld fyrir spræku liði Skanderborg, 31:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Elvar Örn skoraði sjö mörk í níu skotum og átti auk þess þrjár stoðsendingar. Skjern var yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.

Hugsanlega hefur setið þreyta í leikmönnum Skjern eftir leik í Evrópudeildinni á laugardaginn í Malmö þótt reynt hafi verið að dreifa álaginu á milli leikmanna í þeirri viðureign. Alltént datt botninn úr leik Skjern-liðsins í síðari hálfleik í kvöld með þeim afleiðingum að liðsmenn Skanderborg Håndbold gengu á lagið og fögnuðu góðum sigri.

Sveinn Jóhannsson hafði hægt um sig þegar SönderjyskE vann Ringsted, 28:26, á útivelli. Ef marka má tölfræði leiksins þá kom Sveinn lítt við sögu.

SönderjyskE er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar eins og Skanderborg Håndbold og meistarar Aalborg Håndbold. Skjern er á hinn bóginn án stiga enn sem komið er.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -