Evrópumeistarar SC Magdeburg og sigurliði heimsmeistaramóts félagsliða tvö undangengin ár hóf þátttöku á heimsmeistaramóti félagsliða í dag á öruggum sigri á Khaleej Club frá Sádi Arabíu í kvöld, 29:20. Mótið hófst í morgun og stendur yfir þriðja árið í röð Dammam í Sádi Arabíu.
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason tóku þátt í leiknum. Ómar Ingi skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg og átti eina stoðsendingu. Janus Daði skoraði einu sinni, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Vinstri hornamaðurinn Matthias Musche var markahæstur hjá Magdeburg með 10 mörk. Nikola Portner varði 15 skot, 45%.
Gamli refurinn Petar Nenedic var atkvæðamestur hjá Khaleej Club með sjö mörk og tvær stoðsendingar. Nenadic gekk til liðs við félagið í haust.
Magdeburg var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda. Að loknum fyrri hálfleika munaði fimm mörkum á liðunum, 15:10.
Í morgun vann Kielce, sem Haukur Þrastarson leikur með, lið frá Barein, 27:26, eftir talsverðan barning á síðustu mínútum.
Önnur úrslit í dag:
Al Ahly Sporting Club (Egypt.) – Al Noor Saudi Club (S.Ar.) 38:20.
Kuwait Sporting Club (Kúv.) – San Fernando Handball (Arg.) 41:29.
12 lið taka þátt í mótinu. Þeim var deilt niður í fjóra riðla.
Fyrstu umferð lýkur á morgun. Einnig hef önnur umferð. Kielce og Magdeburg eiga frídag á morgun liðsmenn liðanna mæta til leiks á fimmtudag. Magdeburg leikur þá gegn Unitversitu of Queensland en Kielce við San Francisco.