„Svekkjandi að tapa leiknum því við lögðum okkur alla fram. Við vorum undir í 50 mínútur en tókst jafna. Vonbrigði að ná ekki að nýta það betur því það var tækifæri fyrir okkur að fara fram úr og vinna,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við samfélagsmiðla félagsins eftir fjögurra marka tap KA, 29:25, fyrir Aftureldingu í í níundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld í hörkuleik.
KA er í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Afturelding situr áfram í þriðja sæti með 13 stig.
Tengt efni:
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Árni Bragi skoraði 12 mörk nyrðra – Aron og Jón Bjarni léku á oddi alsins
Myndskeið: Sterkt hjá okkur að fara heim með tvö stig
Lengra viðtal við Halldór Stefán er m.a. hægt að hlusta á hér fyrir neðan.