Olivier Krumbholz þjálfari franska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur valið 20 leikmenn til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið rétt fyrir mánaðamót. Franska landsliðið verður andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni mótsins auk slóvenska og angólska landsliðsins.
15 af 20 í Meistaradeildinni
Fimmtán af 20 leikmönnum leika með félagsliðum sem leika í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er þar með að Frakkar verða með afar sterkt lið enda er markmið þess að vinna verðlaun á mótinu eins og á undanförnum árum. Frakkar eru ríkjandi Ólympíumeistarar og höfnuðu í öðru sæti á HM 2021 á Spáni.
Þrír vináttuleikir
Franska landsliðið kemur saman mánudaginn 20. nóvember og leikur þrjá vináttuleiki í Palais des Sports í Caen gegn Senegal, Kamerún og Suður Kóreu. Eftir leikina verður fækkað um tvo leikmenn í hópnum áður en haldið verður til Stavangurs í Noregi 28. nóvember.
Þetta verður síðasta heimsmeistaramótið sem Krumbholz verður við stjórnvölin hjá franska landsliðinu. Hann ætlar að láta af störfum eftir Ólympíuleikana sem fram fara í Frakklandi næsta sumar.
Franski hópurinn
Markverðir:
Camille Depuiset (Metz).
Laura Glauser (CSM Búkarest).
Hatadou Sako (Metz).
Aðrir leikmenn:
Coralie Lassource (Brest)
Chloe Valentini (Metz).
Djazz Chambertin (Metz).
Orlane Kanor (CSM Búkarest).
Grace Zaadi Deuna (CSM Búkarest).
Léna Grandveau (Nantes).
Tamara Horacek (Nantes).
Méline Nocandy (Paris 92).
Estelle Nze Minko (Györ Audi ETO KC).
Sarah Bouktit (Metz).
Pauletta Foppa (Brest).
Oriane Ondono (Nantes).
Orlane Ahanda (Nantes).