- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66kvenna: FH-ingar komu fram hefndum

Ena Car var skoraði 11 mörk fyrir FH í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH náði fram ákveðnum hefndum á HK í kvöld þegar liðin mættust í upphafsleik áttundu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Á dögunum sló HK liðsmenn FH út í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í jöfnum og spennandi leik.

Leikmenn FH hafa eflaust verið minnugir þeirrar viðureignar í Kaplakrika í kvöld því þeir mættu til leiks eins og grenjandi ljón og gáfu ekki þumlung eftir. Uppskeran varð 12 marka sigur, 31:19.


Segja má að úrslitin hafi verið ráðin að loknum fyrri hálfleik. FH var níu mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja í Kaplakrika eftir 30 mínútna leik, 15:6. HK-ingar komust hvorki lönd né strönd gegn ákveðnum leikmönnum FH sem færðust upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. HK er í sjötta sæti með sex stig.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk FH: Ena Car 11, Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Emilía Ósk Steinarsdóttir 4, Svava Lind Gísladóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Lara Zidek 2, Dagný Þorgilsdóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 11.

Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 4, Aníta Björk Bárðardóttir 3, Stella Jónsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -