- Auglýsing -
Hulda Bryndís Tryggvadóttir miðjumaður toppliðs Olísdeildar kvenna, KA/Þórs, fékk höfuðhögg á áttundu mínútu síðari hálfleiks viðureignar HK og KA/Þórs í Kórnum í gærkvöld en þar mættust liðin í lokaleik 12. umferðar deildarinnar.
Hulda Bryndís sótti að vörn HK og kastaði boltanum í átt að marki HK en á leiðinni varð varnarmaður HK fyrir boltanum með þeim afleiðingum að knötturinn kastaðist til baka í höfuð Huldu Bryndísar. Lá hún eftir. Þegar hugað hafði verið að Huldu Bryndísi var hún færð inn í búningsklefa til aðhlynningar. Hún kom ekkert meira við sögu í leiknum.
KA/Þór vann leikinn, 29:23, eins og handbolti.is skýrði frá í gærkvöld ásamt viðtölum eftir leikinn.
- Auglýsing -