- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mannfjöldi sá Hauka leika sér að ÍH eins og köttur að mús

Gísli Hafþór Þórðarson leikmaður ÍH freistar þess að skora hjá Magnúsi Gunnari Karlssyni markverði Hauka. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Haukar létu það ekki vefjast fyrir sér að slá 2. deildarliði ÍH út úr 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í dag. Lokatölur 34:13, en níu marka munur var á liðunum eftir fyrri hálfleik, 16:7.


Að viðstöddum nærri 1.000 áhorfendum þá léku leikmenn Hauka sér að liðsmönnum ÍH eins og köttur að mús. Þar fór sennilega fremstir í flokki markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson og Magnús Gunnar Karlsson. Aron Rafn varði 14 skot, 58,3%, og Magnús Gunnar sem varði 13 skot, 81,3%. Aron Rafn og Magnús Gunnar vörðu tvö af hverjum þremur skotum sem komu á mark þeirra.

(Jói Long var að sjálfsögðu í Kaplakrika á leiknum og tók myndirnar hér fyrir ofan).

Ekkert kraftaverk

Eins og við mátti búast þá tóku Haukar snemma völdin í leiknum. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og náðu sex marka forskoti í kjölfarið, 10:4. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Kaplakrika í dag, e.t.v. í von um að leikmönnum ÍH tækist að velgja Haukum undir uggum, var fljótlega kippt niður á jörðina. Kraftaverk var ekki í uppsiglingu.

Í síðari hálfleik jókst munurinn stig af stigi eftir því sem á leið. Úr varð sannkallað burst hjá vel einbeittum Haukamönnum sem ætluðu alls ekki að gefa færi á sér.

Mörk ÍH: Ari Magnús Þorgeirsson 4, Veigar Snær Sigurðsson 3, Þórarinn Þórarinsson 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Hlynur Jóhannsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.
Varin skot: Viðar Logi Pétursson 10, 31,3%, Júlíus Freyr Bjarnason 2, 20%.

Mörk Hauka: Össur Haraldsson 7/1, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5/2, Páll Þór Kolbeins 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Geir Guðmundsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Magnús Gunnar Karlsson 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 14, 58,3% – Magnús Gunnar Karlsson 13, 81,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -