- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór markahæstur í 11. sigurleiknum

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen, Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson og liðsmenn svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhasuen slá ekki slöku við í titilvörninni. Þeir unnu í kvöld sinn 11. leik í deildinni á tímabilinu þegar liðsmenn BSV Bern voru sigraðir í höfuðborginni. Lokatölur 34:27 eftir að tvö mörk skildu liðin að þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:13.


Óðinn Þór var markahæstur hjá Kadetten með níu mörk í 11 skotum. Fimm af mörkunum skoraði Óðinn af vítalínunni. Luka Maros var næstur með sex mörk.

Kadetten er efst með 23 stig eftir 13 leiki. HC Kriens er næst á eftir með 18 stig.

Þriðji markahæstur

Óðinn Þór er í þriðja sæti á lista yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar með 93 mörk í 13 leikjum. David Knezevic, TSV St. Otmar St Gallen, er markahæstur með 113 mörk. Noam Leopold, leikmaður Pfadi Winterhur, er næst markahæstur með 106 mörk.

Stöðuna í svissnesku A-deildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -