Flensburg fór upp að hlið MT Melsungen í þriðja til fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Rhein-Neckar Löwen, 33:25, í Flens-Arena. Kevin Møller landsliðsmarkvörður Dana fór á kostum í marki Flensburg í leiknum, varði 20 skot, 47%. Langflest skotin varði Møller í fyrri hálfleik þegar hann fékk aðeins níu mörk á sig. Á sama tíma skoruðu samherjar hans 14 mörk.
Teitur Örn Einarsson skoraði úr báðum markskotum sínum í leiknum. Einnig gaf hann eina stoðsendingu.
Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki að þessu sinni.
Niclas Kirkeløkke, sem gengur til liðs við Flensburg í sumar, var markahæstur leikmanna Rhein-Neckar Löwen með níu mörk. Landi hans, Emil Jakobsen, skoraði sjö mörk fyrir Flensburg og var markahæstur. Jim Gottfridsson skoraði fimm sinnum fyrir Flensburgliðið og gaf fimm stoðsendingar.
Stöðuna í þýsku 1. deildinni er að finna hér ásamt stöðum í fleiri deildum í evrópskum handknattleik.