Orri Freyr Þorkelsson hrósaði sigri með samherjum sínum í Sporting Lissabon á Benfica í uppgjöri stórliðanna og erkifjendanna í Lissabon í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik karla í gær, 36:29. Leikurinn fór fram á heimavelli Benfica en með liðinu leikur Stiven Tobar Valencia.
Orri Freyr skoraði þrjú mörk í þremur skotum fyrir Sporting sem áfram er efst í deildinni með 36 stig að loknum 12 leikjum.
Stiven Tobar skoraði ekki mark fyrir Benfica í þeim tveimur skotum sem hann átti á markið.
Benfica er í þriðja sæti með 28 stig eftir 12 leiki. Porto, sem til stendur að Þorsteinn Leó Gunnarsson leiki með á næsta tímabili hefur 30 stig og hefur leikið 11 sinnum. Porto mætir Belenenses á heimavelli í dag.
Staðan: