Ríflega 100 manns pöntuðu miða í gegnum á HSÍ á leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð. Frestur til þess að panta miða hjá HSÍ rann út á föstudaginn, að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar markaðsstjóra HSÍ.
Leikir íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM fara fram í Stavangri í Noregi. Að loknum leikjunum þremur í riðlakeppninni færir íslenska landsliðið sig um set og fer annað hvort til Þrándheims í Noregi eða Frederikshavn í Danmörku.
Sérsveitin verður með í för
„Til viðbótar við þennan hundrað manna hóp er víst að margir Íslendingar sem búsettir eru á Norðurlöndunum hafa keypt miða í gegnum miðasölukerfi mótsins. Við eigum von á landsliðið fái góðan stuðning í leikjum sínum á mótinu.
Til þess að tryggja góða stemningu fer Sérsveitin, stuðningsmannafélag íslenski handboltalandsliðanna með vaskan hóp út og verður með okkur frá byrjun. Sérsveitin er algjörlega ómissandi. Hún mun einnig skipuleggja upphitun stuðningsmanna á leikdögum,“ sagði Kjartan sem stendur í ströngu við undirbúning fyrir mótið. Kjartan heldur út með hópnum á miðvikudagsmorgun.
Leikir Íslands í D-riðli HM: 30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17. 2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17. 4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17. - Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti. - Handbolti.is fylgir íslenska landsliðinu á HM og fer ekki heim til Íslands fyrr en þátttöku liðsins verður lokið.
- Alls taka lið 32 þjóða þátt í HM sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og í Noregi frá 29. nóvember til 17. desember.
- Þrjú efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðlakeppni. Ef Ísland kemst áfram í milliriðil flytur liðið sig um set og fer til Þrándheims og leikur þar 6., 8. og 10. desember.
- Neðsta lið hvers riðils tekur þátt í keppni um forsetabikarinn, sæti 25 til 32, í Frederikshavn frá 7. til 13. desember.
Íslenska landsliðið kemur saman til æfingar í dag en liðið fer til Noregs á miðvikudaginn og tekur þátt í fjögurra liða móti með landsliðum Angóla, Noregs og Póllands sem fram fer í Hamri og Lillehammer. Mótið hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn, 26. nóvember. - Leikjadagskrá Posten Cup 23. – 26.nóvember:
- Fimmtudagur, Hamar:
- Kl. 15.45: Pólland – Ísland.
- Kl. 18.15: Noregur – Angóla.
- Laugardagur, Hákonshöll:
- Kl. 15.45: Noregur – Ísland.
- Kl. 18.15: Angóla – Pólland.
- Sunnudagur, Hákonshöll:
- Kl.13.45: Noregur – Pólland.
- Kl.16.15: Ísland – Angóla.
- Allir leiktímar eru miðað við klukkuna á Íslandi.
- RÚV sýnir alla leikir Íslands á mótinu.
- Handbolti.is ætlar eftir fremsta megni að fylgjast með leikjum Ísland á mótinu.
Tengt efni:
Arnar valdi 18 leikmenn fyrir HM – ein úr HM-hópnum 2011