- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriggja marka tap fyrir Afríkumeisturunum í síðasta prófinu fyrir HM

Sandra Erlingsdóttir í þann mund að komast á auðan sjó í leiknum við Angóla. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið tapaði með þriggja marka mun 27:24 fyrir landsliði Angóla í vináttuleik liðanna áður en alvaran hefst á heimsmeistaramótinu upp úr miðri vikunni. Leikurinn var jafnframt sá síðasti á Posten Cup, alþjóðlegu handknattleiksmóti, í handknattleik kvenna sem staðið hefur yfir síðan á fimmtudaginn.


Angóla var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:11. Íslensku konurnar skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins.

Afríkumeistarar Angóla verða einnig andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Liðin mætast aftur í síðustu umferð D-riðils mánudaginn 6. desember. Ef marka má leikinn í dag eru allir möguleikar á því að hálfu íslenska landsliðsins að geta staðið angólska landsliðinu á sporði í þeirri viðureign. Hugsanlega ráða úrslit þess leiks hvort liðið heldur áfram keppni í milliriðlum og hvort fer í baráttuna um forsetabikarinn.

(Hér fyrir ofan eru myndir frá leiknum í dag úr safni HSÍ sem handbolti.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta).

Varnarleikur íslenska landsliðsins var góður í leiknum. Sóknarleikurinn var erfiður á köflum og sem fyrr, ekki síst í fyrri hálfleik, var talsvert um tapaða bolta.

Hildigunnur Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru utan liðsins í dag. Í þeirra stað léku Katrín Tinna Jensdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir. Þær síðarnefndu komu ekkert við sögu í tveimur fyrstu leikjum Íslands á Posten Cup mótinu.

Mörk Íslands: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5/1, Sandra Erlingsdóttir 4/3, Thea Imani Sturludóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7/1, 35% – Elín Jóna Þorsteinsdóttir 4, 27%.
Utan vallar: Ísland 6 mín. – Angóla 14 mín.
Vítanýting: Ísland 4/6 – Angóla 4/5.

Tölfræði leiksins.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -