- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sunna, Hafdís, Elín, Hildigunnur, Oddur, Daníel, Arnar, Einar, Guðmundur, Olsen rekinn

Hildigunnur Einarsdóttir klæðist landsliðstreyjunni í 100. sinn í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sunna Jónsdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik lék sinn 80. landsleik í DNB Arena í Stafangri í fyrsta leik landsliðsins á HM í 12 í ár. Sunna lék fyrst með landsliðinu á stórmóti fyrir 13 árum, á EM 2010 sem var fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið tók þátt í. 
  • Hafdís Renötudóttir markvörður landsliðsins lék sinn 50. landsleik í gær. Stalla hennar í íslenska markinu, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur á morgun í 50. sinn með A-landsliðinu gegn Frökkum í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótsins. 
  • Hildigunnur Einarsdóttir klæðist landsliðspeysunni í 100. skipti á morgun í viðureigninni við Ólympíumeistara Frakka á HM. 
  • Oddur Gretarsson skoraði 11 mörk, þar af sjö úr vítaköstum, þegar lið Balingen-Weilstetten tapaði með fjögurra marka mun í heimsókn til Göppingen í gær í 15. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark að þessu sinni. Balingen rekur lestina í deildinni með fimm stig eftir 15 leiki. Liðið er tveimur stigum á eftir hinu liðinu sem kom upp í 2. deild í vor, Eisenach. Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum Evrópu er að finna hér
  • Annar íslenskur handknattleiksmaður átti stórleik í gær. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði níu mörk fyrir Amo í tapi fyrir Lugi, 40:34, þegar liðin mættust í Lundi. Mesti broddurinn virðist í bili úr liði Amo eftir góða byrjun í haust. Amo er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum 11 leikjum en stöðuna er m.a. að finna hér
  • Áfram heldur Fredericia Håndboldklub, undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, að vinna sína leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Í gær vann liðið Lemvig, 28:21, á heimavelli í upphafsleik 15. umferðar. Fredericia Håndboldklub treysti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Lemvig situr áfram í neðsta sæti. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Fredericia Håndboldklub en stóð fastur fyrir í vörninni. 
  • Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér
  • Danska meistaraliðið, GOG, sagði í gær fyrirvaralaust upp samningi sínum við Morten Olsen leikmann liðsins og fyrrverandi landsliðsmann. Ágreiningur var upp á milli stjórnenda félagsins og Olsen. Hann ætlaði að róa á önnur mið síðasta sumar og taka við starfi hjá Ringsted í næst efstu deild. Á síðustu stundu var því frestað um ár. 
  • Mikill órói hefur verið innan GOG síðustu mánuði og m.a. var Ian Marko Fog þjálfari sem ráðinn var í sumar rekinn eftir 53 daga í starfi í upphafi tímabilsins. Forsvarsmenn GOG leita logandi ljósi að þjálfara til þess að taka við starfinu næsta sumar en hefur ekki orðið ágengt ennþá. Þótt liðinu gangi vel í Meistaradeild Evrópu verður ekki það sama sagt um meistara tveggja síðustu ára þegar kemur að dönsku úrvalsdeildinni. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -