Landslið Noregs og Frakklands hófu keppni í milliriðli tvö í kuldanum í Þrándheimi í kvöld með stórum sigrum. Grimmdar frost hefur verið upp á síðkastið í Þrándheimi.
Frakkar lögðu Austurríki, 41:27, eftir að hafa farið á kostum í fyrri hálfleik og skorað 25 mörk gegn 14 frá Austurríki. Frakkar voru mjög öflugir í sínum leik eftir erfiða byrjun á mótinu gegn Angóla.
Sarah Bouktit skoraði sjö mörk í átta skotum. Chloé Valentini og voru næstar með fimm mörk hvor.
Sýning í fyrri hálfleik
Norska landsliðið vann einnig mjög öruggan sigur á Angóla, 37:19, eftir að hafa farið á kostum í fyrri hálfleik. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 20:9 eftir að Noregur breytti stöðunni úr 5:3 í 16:6 á skömmum tíma. Línukonan Albertina Da Cruz Kassoma olli norska liðinu á tíðum erfiðleikum en annars voru liðsmenn norska landsliðsins með allt í heljargreipum sínum.
Tólf skoruðu mörkin
Þórir Hergeirsson dreifði álaginu mjög á milli leikmanna sinna, jafnt í vörn sem sókn. Alls skoruðu 12 leikmenn af 16 mark eða mörk í leiknum. Af þeim var Camilla Herrem markahæst með sjö mörk og Henny Reistad var næst með fimm mörk. Nora Mørk kom talsvert við sögu í fyrri hálfleik og sýndi töfra sína.
Markverðirnir Silje Solberg og Katrine Lunde skipti leiknum á milli sín. Solberg var frábær með 10 skot, 53%. Lunde var síðri.
Í þriðja leik riðilsins vann Slóvenía liðsmenn Suður Kóreu, 31:27.
Ekki dagur Suður Ameríku
Í milliriðli fjögur í Frederikshaven unnu Hollendingar og Spánverjar suður Ameríkuliðin Brasilíu og Argentínu. Hollendingar líta vel út og voru mjög sannfærandi. Þeir voru fimm mörkum yfir í hálfleik en gerðu alveg út um allar vonir Brasilíu í síðari hálfleik, 35:27.
Argentína var marki yfir gegn Spánverjum að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Argentínska liðið sprakk á limminu í síðari hálfleik og átt sér aldrei viðreisnarvon eftir Spánverjar komust yfir, 30:23.
Tékkland vann Úkraínu, 30:23, í fyrsta leik milliriðlakeppninnar í Frederikshaven.
Blásið verður til leiks í milliriðli eitt og þrjú í Herning og Gautaborg á morgun.
Úrslit og stöðuna er að finna í greinni hér fyrir neðan.