- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir í hóp í fyrsta sinn – Janus bestur og Ómar markahæstur

David Alonso og Nikolaj Christensen leikmenn Porto reyna að koma böndum á Janus Daða Smárason í leik Porto og Magdeburg í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi SC Magdeburg á leiktíðinni í gærkvöld þegar Evrópumeistararnir sóttu Porto heim í Meistaradeild Evrópu. Gísli Þorgeir er óðum að ná sér á strik eftir aðgerð sem hann gekkst undir í framhaldi þess að hann fór úr hægri axlarlið í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Daginn eftir tók hann síðan slaginn í úrslitaleiknum og bar af öðrum leikmönnum úrslitaleiksins.

Áttu afbragðs góðan leik

Gísli Þorgeir kom lítið við sögu í gær. Landar hans og samherjar frá Selfossi, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, átti afbragðsleik í portúgölsku hafnarborginni í níu marka sigri Magdeburg, 40:31.

Maður leiksins

Janus Daði, sem valinn var maður leiksins, skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Ómar Ingi skoraði átta sinnum og gaf fjórar stoðsendingar. Komu þeir við sögu í 25 af 40 mörkum Magdeburg sem færðist upp í annað sæti B-riðils með sigrinum.

Bjarki og félagar töpuðu í Plock

Það reyndist vatn á myllu SC Magdeburg þegar Bjarki Már Elísson og félagar í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém töpuðu með sjö marka mun í heimsókn til Wisla í Plock í Póllandi, 37:30.

Veszprém er í þriðja sæti fjórum stigum á eftir Barcelona sem er efst og tveimur stigum frá Magdeburg. Bjarki Már, sem skoraði sitt 200. mark fyrir Veszprém í síðustu viku, var ekki á meðal þeirra sem skoraði í leiknum í Plock að þessu sinni. Hinn vinstri hornamaður Veszprém, Frakkinn Hugo Descat, var markahæstur með átta mörk. Tin Lucin skoraði einnig átta mörk fyrir Wisla.

Önnur úrslit í gær

A-riðill:
Aalborg – PSG 30:32.
Eurofram Pelister – RK Zagreb 22:23.
B-riðill:
Barcelona – Celje 39:30.

Hlé hefur verið nú gert til 11. febrúar á keppni Meistaradeild Evrópu í karlaflokki.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -