- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kongó leikur til úrslita um forsetabikarinn

Leikmenn landsliðs Kongó eru komnir í úrslit í keppninni um forsetabikarinn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Kongó leikur til úrslita um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik á miðvikudaginn. Kongó lagði Chile, 24:21, í uppgjöri liðanna í riðli tvö. Kongó mætir þar með annað hvort Íslandi eða Kína í úrslitaleik í Arena Nord Í Frederikshavn á miðvikudagskvöld. Landslið Íslands og Kína gera upp reikningana í leik sem hefst klukkan 17 í dag.


Chile var mikið sterkara í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir, 12:8, að honum loknum. Í upphafi síðari hálfleiks virtist ekki blása byrlega fyrir liði Kóngó. Leikmenn virtust hafa misst móðinn. Sú reyndist ekki vera raunin. Kongó tókst að styrkja vörn sína og leikur Chilebúa fjaraði út. Leikmenn virtust alveg orðnir þreklausir. Undir lokin var um hreinan göngu handbolta að ræða og leikur beggja liða afar skipulagslítill svo ekki sé meira sagt.


Kongó kom í fyrsta sinn yfir í leiknum átta mínútum fyrir leikslok, 20:19.

Kongóbúar geta vel leikið vörn og markvörður liðsins er þokkalegur. Sóknarleikurinn er hinsvegar frekar tilviljanakenndur en þrekið virðist nægt, alltént með tilliti til Chile-búana sem voru alveg búnir að vera síðasta stundarfjórðunginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -