- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs skal leikinn á ný

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur fellt þann dóm að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 13. febrúar sl. verði ómerkt og að leikurinn fari fram að nýju.

Handbolti.is hefur afrit dómsins undir höndum.

Dómurinn sem kveðinn var upp í gær og birtur báðum félögum í gærkvöld. Hann hefur hinsvegar ekki verið birtur á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands.

Uppfært kl. 11.46: Dómurinn birtur á heimasíðu HSÍ.

Með þessum dómi er ógiltur dómur Dómstóls HSÍ frá 1. mars um að KA/Þór hafi unnið leikinn, 27:26, þrátt fyrir að viðurkennt hafi verið að ofskráð hafi verið mark á KA/Þór.

Stjarnan áfrýjaði dómi Dómstóls HSÍ til áfrýjunardómstólsins um að úrslit leiksins skyldu standa. Óskaði Stjarnan eftir að úrslit fyrrgreinds leiks yrðu leiðrétt enda hafi verið sannað að hvort lið hafi skoraði 26 mörk. Til vara óskaði Stjarnan eftir að leikurinn yrði endurtekinn. Á það féllst áfrýjunardómstóllinn eins og fyrr sagði.

Óumdeild mistök

Í niðurstöðu áfrýjunardómstólsins segir m.a. „Sú ákvörðun dómara að dæma mark löglegt í leik er dómgæsla sem byggist á mati dómara á atvikum leiksins. Sú athöfn að færa löglegt mark til bókar á tímavarðarborði og skrá mark á markatöflu fellur hinsvegar undir framkvæmd leiksins, sbr, 13. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Heimaliðið er framkvæmdaraðili leiksins og sér m.a. um skráningi marka og úrslita, sbr. 10. mgr. 7.gr. reglugerðarinnar. Sú atburðarás sem fór af stað þegar löglega dæmt mark var ranglega skráð á tímavörsluborði í leiknum fólu í mistök við framkvæmd leiksins og hafði ekkert með dómgæslu hans að gera. Það er á valdi dómstóla HSÍ að leiðrétta slík augljós og óumdeild mistök við framkvæmd leiks sem geta leitt til rangra úrslita.

Ekki er hægt að leiða í ljós eftir á hvaða áhrif mistökin höfðu á úrslit leiksins. Hann kynni að hafa spilast með öðrum hætti ef rétt hefði verið staðið að skráningu marks Stjörnunnar á markatölfluna og leikmenn og þjálfarar beggja liða mátt treysta því að hún sýndi rétta söðu leiksins á hverjum tíma. Af þessum sökum er ekki unnt að taka aðalkröfu áfrýjanda til greina um að leiðrétta úrslit leiksins með að draga ranglega fært mark af stefnda, þannig að úrslit verði jafntefli. Úrslit eiga að fást á leikvellinum, ekki fyrir dómstóli þegar svona háttar til. Það er því niðurstaða áfrýjunardómstóls HSÍ að ekki sé annað tækt en að ómerkja úrslit leiks Stjörnunnar og og KA/Þórs sem fram fór 13. febrúar 2021 og endurtaka leikinn.

Dómsorð: Ómerkt eru úrslit leiks Stjörnunar og KA/Þórs í Olís deild kvenna sem fram fór 13. febrúar 2021. Leikurinn skal endurtekinn.“

Málið dæmdu Gunnar Jónsson, Jóhannes Albert Sævarsson og Benedikt Bogason.

Gögn bárust ekki

Eitt af því sem vekur athygli við lestur dómsins er m.a.: „Stefndi, Kvennaráð KA/Þórs, hefur ekki látið málið sérstaklega til sín taka. Er því litið svo á að stefndi krefjist staðfestingar hins áfrýjaða dóms.“

Samkvæmt heimildum handbolta.is munu gögn málsins aldrei hafa borist kvennaráði KA/Þórs og því hafi ekki verið verið gripið til varna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -