- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn framlengir veru sína á Jótlandi

Einar Þorsteinn Ólafsson leikmaður Fredericia HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Einar Þorsteinn Ólafsson nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir við danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK. Nýi samningurinn, sem er til ársins 2025, tekur við af þeim eldri sem gekk í gagnið sumarið 2022 og rennur út á næsta sumri.


Einar Þorsteinn kom til danska úrvalsdeildarliðsins sumarið 2022 frá Val og hefur vaxið fiskur um hrygg undir leiðsögn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar. Svo mjög að Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi Einar Þorstein í fyrsta landsliðshóp sinn í október þegar tekist var á við Færeyinga í upphaf nóvember. Einar Þorsteinn er ennfremur í 35 manna hópnum sem valinn var með þátttöku íslenska landsliðsins á EM í næsta mánuði í huga.


Einar Þorsteinn er 22 ára gamall og hefur getið sér gott orð sem varnarmaður og mest verið í því hlutverki hjá Fredericia HK.

Fredericia HK situr um þessar mundir í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir efsta liðinu Aalborg Håndbold.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -