- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonir Grænlendinga rættust ekki í lokaleiknum

Nuunu Lukassen leikmaður grænlenska landsliðsins fagnar marki í leiknum við Íran í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Grænlendingum varð ekki að ósk sinni að vinna síðasta leikinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Lið þeirra rekur lestina eftir fimm marka tap fyrir íranska landsliðinu í Arena Nord í Frederikshavn á Jótlandi í dag. Þetta var um leið fyrsti sigur íranska landsliðsins í sögunni á HM kvenna.

Reyndar er skráður sigur á liðið í leiknum um 31. sæti á HM á Spáni fyrir tveimur árum en viðureignin fór ekki fram. Kínverska landsliðið sem átti að leika við íranska landsliðið um næst neðsta sætið dró sig úr leik vegna fjölda covid-veikra í herbúðunum.


Grænlendingar gerðu sér vonir um að fara heim með sigur frá mótinu. Upphafskaflinn var ágætur. Grænlenska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum leiksins og sex af fyrstu níu. Írönsku konunum tókst að snúa við taflinu, 9:9, og vera einnig með jafna stöðu í hálfleik, 12:12. eftir að grænlenska liðið skoraði jöfnunarmarkið. Grænlenska landsliðið var skrefi á eftir allan síðari hálfleikinn. Leikmenn virtust skorta þrek.

Þrjá góða leikmenn vantaði í grænlenska landsliðið á HM sem voru í undankeppninni á heimavelli. Þar á meðal helsti varnarmaðurinn. Hún er ófrísk. Einn leikmaður sleit krossband í haust og önnur er handleggsbrotin.

Með í annað sinn

Þátttöku Grænlendingar er þar með lokið á heimsmeistaramóti kvenna, þeirri fyrstu frá frumrauninni 2001. Grænlenska liðið vakti mikla athygli á mótinu fyrir leikgleði og samstöðu. Á annað hundrað Grænlendingar fylgdu liðinu að heiman og í riðlakeppnina í Stavanger. Eftir að liðið kom til Frederikshavn voru Grænlendingar búsettir á Jótlandi mjög duglegir að sækja leiki liðsins, ekki síst þann fyrsta á móti Íslandi þegar þeir skiptu nokkur hundruðum. Félagsskapur Grænlendinga á Jótlandi stóð að rútuferðum frá Vejle.

Einnig var vösk sveit frá grænlenska sjónvarpinu með liðinu frá fyrsta degi og til þess síðasta. Miklir sómamenn sem handbolti.is hefur haft af góð kynni.

Grænlendingar taka þátt í HM kvenna næsta vetur

Forseti Íslands sendi Grænlendingum hamingjuóskir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -